Grásleppunefnd LS ítrekar beiðni aðalfundar LS um fækkun veiðidaga


Grásleppunefnd
LS kom saman til fundar 9. febrúar sl.  Á
fundinum var m.a. annars til umræðu tilhögun veiðanna á komandi vertíð.   Nefndarmenn voru sammála um að ekki væri
tilefni til að hverfa frá samþykkt aðalfundar um 
Grásln 2011-2.jpg

Frá fundinum:  Ragnar Sighvatsson, Páll Aðalsteinsson og Kári Borgar Ásgrímsson


fækkun veiðidaga.   Ítrekuð var samþykkt aðalfundar LS um að
veiðidagar verði 50 eða 12 færri en á vertíðinni í fyrra.
  Ósk þess efnis hefur verið send til
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

Grásln 2011-I.jpg

Frá fundinum:  Reimar Vilmundarson, Guðmundur Ragnar og Guðmundur Jónsson


Meðal fleiri þátta sem fundurinn fór á leit við ráðuneytið voru:


  • viðmiðunarlínu sem aðskilur innra og ytra veiðisvæði á Breiðafirði verði dregin
    úr Eyrarodda vestan Kolgrafafjarðar, í Breka vestan Bjarneyjar og þaðan í
    Lambanes vestan Vatnsfjarðar

  • nýting hvers grásleppuleyfis hefjist með lagningu neta.  Óheimilt verði að hefja veiðar með yfirtöku
    neta í sjó

  • óheimilt verði að hefja grásleppuveiðar samtímis því að eiga önnur veiðarfæri í
    sjó, svo sem rauðmaganet, gildrur og þess háttar.