Nokkuð
hefur verið um að smábátaeigendur hafa haft samband við skriftstofu LS og
kvartað undan lélegu farsímasambandi.
Þeir segja mikla eftirsjá í NMT kerfinu sem var frábært kerfi að sögn
viðmælanda. Hann sagði það hafa virkað
eins og öryggistæki eiga að gera, síminn alltaf inni. Nú sé hins vegar ekki lengur hægt að treysta
á slíkt og væri það miður.
GSM
kerfið sem tók við hefur ekki staðið undir væntingum. Þrátt fyrir að hafa keypt sér góðar græjur,
endurnýjað loftnet reynt að gera allt til að vera sem best útbúinn dugir það
ekki til. Símafyrirtækin auglýsa dekkun
svæða þar sem alls ekki næst samband.
Sem dæmi er nefnt svæðið hér í Faxaflóanum, aðeins 14 mílur útfrá
Garðskaga þar sem margir línubátar voru að veiðum í dag. Flestir voru í vandræðum með að ná sambandi,
síminn úti nánast allan tímann.
LS
tekur þessar ábendingar alvarlega þar sem síminn fyrir löngu búinn að sanna sig
sem gott öryggistæki. Í fjarskiptaáætlun
2005 – 2010 var gert ráð fyrir að langdræg stafræn farsímaþjónusta stæði til
boða á miðum við landið eftir að Síminn hætti rekstri NMT-kerfisins 1.
september sl. Það hefur ekki gengið
eftir og því verður innanríkisráðherra tilkynnt um þessa annmarka og hann beðinn
um að beita sér fyrir tafarlausum lagfæringum þannig að hægt verði að treysta á
símann sem virkt öryggistæki.