Samningaviðræður milli Kletts og Framsýnar


Um
nokkurt skeið hafa staðið yfir viðræður milli Kletts – félags smábátaeigenda á
Norðurlandi eystra og Framsýnar stéttarfélags um gerð kjarasamnings.  Formenn félaganna þeir Pétur Sigurðsson og
Aðalsteinn Baldursson hafa stjórnað viðræðunum.  


Framsýn
hefur nú boðað húsvíska smábátasjómenn til fundar nk. sunnudag þar sem
fundarefnið er:  Kynning á kjarsamningi
fyrir smábátasjómenn – afgreiðsla.  
Auglýsingin ber með sér að samningaviðræðum sé lokið og kynning og
atkvæðagreiðsla framundan.

 

Sjá nánar frétt RÚV um málefnið þar sem rætt er við Pétur