Matís og LS halda námskeið um aflameðferð


LS
og Matís efna á næstu dögum til námskeiða um bætta aflameðferð.  Þar munu sérfræðingar Matís halda fyrirlestra
og kynna nýjustu vísindin í meðferð afla, hvernig skal umgangast hann þannig að
hæsta verð fáist við sölu hans og neytendur verði ánægðir með gæðin.

Afli
smábáta er ferskasta hráefni sem völ er á, en til að tryggja enn betur að
fiskvinnslan og neytendur fái sem bestan fisk í hendurnar er mikilvægt að
smábátasjómenn þekki vel hvaða þættir hafa helst áhrif á gæðin.

 

Eins
og fyrr segir munu Matís og Landssamband smábátaeigenda standa fyrir
námskeiðunum sem haldin verða víðsvegar um landið á næstu vikum. 

Námskeiðin
eru opin öllum og er þátttaka gjaldfrjáls.

 

Fyrsta
námskeiðið verður í höfuðstöðvum Matís Vínlandsleið 12 í Reykjavík, nk. miðvikudag
13. apríl.  Það hefst kl 20:00.

 

LS hvetur félagsmenn
sína til að nýta sér þetta tækifæri og bæta þannig við þekkingu sína á þessu
sviði.