Það
sem af er grásleppuvertíðinni hefur verið landað 236 tonnum af heilli grásleppu
á móti 34 tonnum á síðasta ári. Sjómenn
hafa að langmestum hluta selt grásleppuna til Tritons ehf sem flytur hana
frosna til Kína.
Verkefnið
er samstarfsverkefni LS og Tritons ehf og er nú verið að keyra þriðja hluta
þess „Grásleppan í Kína. Fyrsti hlutinn
var unninn á tímabilinu 2007 – 2009 og nefndist „Grásleppan í land. Í fyrra var annar áfangi verkefnisins unninn
„Grásleppan í sókn.
Triton ehf vill koma
þeim skilaboðum til grásleppusjómanna að um páskana verður ekki hægt að taka má
móti grásleppu, nánar tiltekið 18. – 25. apríl, báðir dagar meðtaldir. Á því tímabili mun Triton ehf ekki kaupa
grásleppu. Að tímabilinu loknu verður haldið
áfram þar sem frá var horfið.