Mikill munur á verði grásleppuhrogna


 Grásleppuvertíðin
nú virðist ekki ætla að skila sömu verðmætum og vertíðin í fyrra sem var
metvertíð.  Veiðin hefur það sem af er
verið lakari en á síðasta ári og verð lægra. 

Mörgum
veiðimanninum finnst verðlækkun skjóta skökku við þar sem minna framboð kallar
yfirleitt á hærra verð.  Kaupendur benda
hins vegar á að heildarveiði á sl. vertíð hafi orðið til þess að spenna eftir
hrognum í upphafi vertíðar hafi ekki myndast.

Vísbendingar
nú eru um að þetta sé að breytast.  Fram
kom í Landanum sem sýndur var í Sjónvarpinu sl. mánudag að siglfiskir
grásleppusjómenn fá 1.200 kr fyrir kílóið af óafhelltum grásleppuhrognum.  Það er 40% hærra en mörgum öðrum veiðimönnum
hefur staðið til boða – 850 kr/kg fyrir sullið. 

Þriðja
verðið sem hér skal nefnt er hjá þeim sem selja á fiskmörkuðunum.  Það sem af er vertíð hafa 44 tonn verið seld
þar og er meðalverði 981 kr/kg, en á sama tímabili í fyrra höfðu 60 tonn farið
í gegnum markaðina þar sem meðalverðið var 1.012 kr/kg.