Ársfundur
Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík nk. fimmtudag 28.
apríl og hefst kl 17:00.
Tillögur til aukins
lýðræðis
Í
janúar síðastliðnum sendi LS og framkvæmdastjóri félagsins stjórn Gildis
lífeyrissjóðs tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
Tillögunum
er einkum ætlað að auka lýðræði innan sjóðsins eins og að:
- Sjóðfélagar
fái atkvæðisrétt á ársfundi í stað handvalinna fulltrúaráða sem nú fara með
atkvæði sjóðfélaga. - Sjómönnum,
sem starfa sinna vegna komast ekki til ársfundar, fái að tilnefna aðila til að
fara með sitt atkvæði á ársfundi. - Gefa
sjóðfélögum kost á að bjóða sig fram á ársfundi til setu í stjórn. - Tryggja
fulltrúum allra aðildarsamtaka sjóðsins möguleika á setu í stjórn.
Auk
þessara tillagna er lagt til að aukin verði skilvirkni í eftirliti með
sjóðnum. Nýr endurskoðandi og
eftilitsaðili kosnir á tveggja ára fresti og Fjármálaeftirlitið tilnefni
tryggingafræðing til að fara yfir stöðu sjóðsins og framkvæma tryggingafræðilega
athugun.
Einnig er í tillögunum lagt til að breytt verði ákvæði um skipan stjórnar Gildis. Samtök atvinnulífsins sem nú eiga 4 fulltrúa
fái 3 og LS einn. Fjórir fulltrúar
launþega verði kosnir á ársfundi úr hópi frambjóðenda.
Óvíst
að allar tillögurnar komi til umræðu á ársfundinum
Í
fundarboði til ársfundar Gildis-lífeyrissjóðs dags. 16. mars sl. er þess getið „að
framangreindar tillögur sem lúta að breytingum á ákvæðum sem teljast efni
kjarasamninga s.s. um iðgjöld og stjórnarskipan sjóðsins, þ.á.m. um hlutverk og
skipan fulltrúaráðs og stjórnar verði einungis teknar fyrir á ársfundi að fyrir
liggi samþykki 2/3 hluta samtaka atvinnurekenda og launþega sem að sjóðnum
standa.
Þá
er þess getið í bréfinu að Gildi hafi sent aðildarfélögum sjóðsins sem rétt
hafa til að tilnefna fulltrúa í fulltrúaráð bréf þar sem þess er farið á leit
að þau taki afstöðu til þess hvort þau samþykkja að tillögurnar verði teknar
fyrir á ársfundinum.
Það
er því alls óvíst hvort tillögurnar verði teknar fyrir á ársfundinum nk.
fimmtudag.
Þrátt
fyrir þennan krók sem tillögurnar þurfa að leggja á leið sína til ársfundarins
eru tillöguflytjendur bjartsýnir á að aðildarfélögin samþykki þær til umræðu á
ársfundinum.