Á
ársfundi Gildis lífeyrissjóðs sem haldinn var 28. apríl sl., og fjallað hefur
verið um hér á síðunni að undanförnu, kom berlega í ljós að samþykktum sjóðsins
var beitt til að koma í veg fyrir að löglega frambornar tillögur um breytingar
fengjust ræddar á ársfundi sjóðsins.
Tillögur
í þá veru höfðu borist til stjórnar sjóðsins innan tilskilins tíma. Samþykktum sjóðsins var hins vegar beitt til
að koma í veg fyrir umfjöllun og afgreiðslu þeirra á ársfundi hans. Hlýtur hér að vera um einsdæmi að ræða að það
skuli vera í valdi örfárra manna hvort tillögur til breytinga á samþykktum
skuli fást ræddar á ársfundi. Það
gerðist við meðhöndlun á tillögum LS og eins sjóðfélaga um aukið lýðræði innan
sjóðsins.
Sjóðfélögum á ársfundi var því
meinað að fylgja eftir tillögunum þar og send þau skilaboð að engar breytingar
á stjórnun sjóðsins verði gerðar án leyfis örfárra aðila. Hér er komið fram á grímulausan hátt og þau
skilaboð send til sjóðfélaga að breytingar á samþykktum sem lúta að stjórnun hans
fást ekki ræddar. Örfáir aðilar fara með
æðsta vald hans en ekki ársfundur.
Morgunblaðið
fjallaði um málefnið 3. maí sl. ásamt fleiru sem fram kom á ársfundinum. Umfjöllunin í heild: