Lúðuveiðar – ráðist að aldagamalli veiðiaðferð


Sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytið hefur samþykkt tillögu Hafrannsóknastofnunar að banna
notkun haukalóða við lúðuveiðar.  Bannið
tekur gildi frá og með 1. janúar 2012, sbr. reglugerð nr 477/2011.

 

LS
mótmælir ákvörðun ráðuneytisins harðlega og lýsir yfir miklum vonbrigðum með að
ekki hafi verið fallist á tillögur félagsins um rannsóknir á áhrifum sleppingar
á lúðu styttri en 80 cm við styrkingu lúðustofnsins.

Ennfremur
kemur fram í umsögn LS um málefnið að lúðuveiðimenn sem stundað hafa veiðar með
haukalóðum sl. áratugi hafa upplifað stöðugleika í veiðunum bæði hvað magn og samsetningu
afla varðar, en 90% af afla þeirra er lúða eldri en 10 ára.

 

Í
umsögninni lýsti LS sig reiðubúið til samstarfs við SLR og Hafró um
upplýsingagjöf frá sérfræðingahópi félagsins um lúðuveiðar og gríðarlegan
upplýsingabanka um lúðu í N-Atlantshafi sem unnin hefur verið hjá Hafró í Nova
Scotia.  Með útgáfu reglugerðarinnar var
þessu samstarfi hafnað og kosið að beita henni til að kippa grundvellinum undan
rekstri lúðuveiðibáta á grundvelli ónægra upplýsinga og þekkingar á að
aðferðin skipti neinu máli varðandi framtíð lúðustofnsins og tillögugerð til styrkingar stofninum. 

 

Í
lok umsagnarinnar krafðist „LS þess að gögn Hafrannsóknastofnunarinnar um
stofnmælingu á lúðu verði yfirfarinn af hlutlausum aðilum.  Félagið efast um aðferðafræði stofnunarinnar að hægt sé að mæla stofnstærð útfrá veiðum á veiðarfæri sem ekki er notað við
viðkomandi veiðar.!

 

Sjá Umsögn LS – lúða.pdf í heild.