Í
hádegisfréttum RÚV var fjallað um boðaðar breytingar á lögum um stjórn
fiskveiða. Þar sem fréttastofan segist
hafa frumvörpin undir höndum verður að telja fréttina áreiðanlega. Þar segir m.a. að:
·
15%
kvótans verði tekin af útgerðarmönnum
·
helmingur
kvótaaukningar fari í leigupotta
·
sveitarfélög
fái fullt forráð yfir byggðakvóta
·
strandveiðar
verði treystar í sessi
·
veiðigjald
verði tvöfaldað
·
framsal
verði óheimilt nema í undantekningartilfellum
·
veðsetning
kvóta verði óheimil nema í undantekningartilfellum
·
gerðir
verði nýtingasamningar við útgerðina til 15 ára
·
heimildir
til að landa meðafla verði rýmkaðar
Af
flestu framantöldu er ljóst að framundan er mikil barátta hjá LS við að verja smábátaútgerðina. Mjög er áríðandi að koma sjónarmiðum
trillukarla á framfæri og leggja áherslu á mikilvægi smábátaútgerðarinnar fyrir
hinar dreifðu byggðir. Að öllu jöfnu er
hún í yfirburðastöðu í að útvega fiskvinnslunni besta hráefnið sem gefur hæsta
útflutningsverð. Smábátaveiðar eru
umhverfisvænar, olíunotkun hvergi lægri og eftirspurn eftir þeirri
hágæðamatvöru sem fiskurinn frá þeim er eykst jafnt og þétt.