Strandveiðar: svæði D lokað frá og með 18. maí


Fyrir stundu gaf sjávarútvegsráðuneytið út auglýsingu um stöðvun strandveiða á svæði D.  Stöðvunin gildir frá og með miðvikudeginum 18. maí.

Auglýsingin hljóðar svo:
Auglýsing 
um stöðvun strandveiða á svæði D, frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Borgarbyggðar.
1.gr.
Frá og með 18. maí 2011 eru strandveiðar bannaðar á svæði D, frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Borgarbyggðar sbr. 4. staflið, 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 361, 4. apríl 2011, um strandveiðar fiskveiðiárið 2010/2011.
2.gr.
Auglýsing þessi er gefin út með stoð í reglugerð nr. 361, 4. apríl 2011, um strandveiðar fiskveiðiárið 2010/2011, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 16. maí 2011.
F.h.r.
Jóhann Guðmundsson
Indriði B. Ármannsson