Meirihluti sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar vandar
umsagnarbeiðendum ekki kveðjurnar. Í
nefndarálitunu segir orðrétt:
„Óhætt er að segja að almennt hafi umsagnir og ummæli
umsagnaraðila um málið verið nokkuð neikvæðar og óvægnar. Þannig kom ítrekað fram að umsagnaraðilar
teldu frumvarpið óvandað, m.a. þar sem það innihéldi nýjar tillögur sem ekki
hefðu fengið mikla umfjöllun í þjóðfélaginu.
Þá var gagnrýnt að ekki hefði verið lagt mat á mögulegar afleiðingar tillagnanna
áður en frumvarpið var lagt fram og mikið gert úr því að líkur væru á að
efnahagslegar afleiðingar þess yrðu alvarlegar og verulegar enda væri með því
gengið freklega á þátt hagkvæmni í fiskveiðum.
…………………
„Að auki virtust umsagnaraðilar marghafna flestum
hugmyndum frumvarpsins nánast sama hvaða nafni þær nefndust enda gengju þær
gegn hagsmunum sem snerta eignarhald á atvinnutækjum sjávarútvegsins og rétt
þeirra sem starfa við sjávarútveg til áframhaldandi starfa.
LS
mótmælir því að nefndin skuli hafa metið umsögn félagsins á þennan hátt.
Þá harmar LS að ekki hafi verið tekið tillit til
ábendinga félagsins um breytingar á frumvarpinu. LS lýsir furðu sinni á afstöðu nefndarinnar
að ganga gegn hugmyndum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að allar
tegundir útgerða legðu jafnt til af veiðiheimildum til eflingu byggða,
strandveiða og línuívilnunar. Með
tillögum nefndarinnar er rýrður hlutur smábátaútgerðarinnar og gengið þvert á
tillögu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um jöfnuð.
LS skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis að
taka aftur framkomnar breytingar um ójöfnuð.
Ennfremur skorar LS á nefndina að skoða sérstaklega hugmyndir félagsins
um byggða- og línuívilnun til allra dagróðrabáta og frestun á gildistöku
hlutdeildarþaka krókaaflamarksbáta.
Breytingartillaga meirihluta SLNA