Aukning í þorskafla Færeyinga

 
Það sem af er þessu ári hafa færeysk skip aflað 573 tonn af þorski sem er 18% meir en á sama tíma í fyrra.  Alls er færeyskum skipum heimilt að veiða 1.200 tonn af þorski hér við land á þessu ári.
Heildarafli Færeyinganna er kominn í 2.670 tonn þannig að þorskurinn er rúmlega fimmtungur af heildaraflanum.  Í júlí var þorskafli þeirra hins vegar aðeins 26 tonn af 304 tonna heildarafla sem að mestu var ufsi – alls 220 tonn.
Heimild:  Fiskistofa