Strandveiðar – einn dagur eftir á svæði C

Nk. mánudagur 22. ágúst er síðasti veiðidagur strandveiðibáta á svæði C – frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps.
Að loknum gærdeginum 18. ágúst var aðeins eftir að veiða 58 tonn á svæðinu.  Þegar tekið er tillit til vigtarskýrslna og eins dags veiði gerir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið ráð fyrir að veiðiheimildir verði fullnýttar.
Hér fyrir neðan er yfirlit yfir stöðu veiðanna.
Screen shot 2011-08-19 at 15.42.30.png