Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2011/2012. Í þorskígildum talið er nú úthlutað tuttugu þúsund þorskígildistonnum meira en í fyrra eða alls 281.248.
Krókaaflamarsbátar sem úthlutun nær til eru alls 347 en voru á yfirstandandi fiskveiðiári 366.
Breytingar á úthlutun á grundvelli hlutdeildar milli fiskveiðiára er að aukning er í þorski og ufsa en minnkun í ýsu og steinbít:
Þorskur 8,7%
Ufsi 1,8%
Ýsa -11,0%
Steinbítur -12,9%
Af þessum tölum er ljóst að róðurinn verður mjög erfiður hjá krókaaflamarksbátum á komandi ári vegna mikillar skerðingar í ýsu og steinbít.