Auk aðalfundar Smábátafélags Reykjavíkur halda Árborg, Báran og Krókur aðalfundi sína í þessari viku.
Aðalfundur Árborgar
Fundurinn verður í Rauða húsinu á Eyrarbakka nk. fimmtudag 15. september og hefst kl 19:30.
Fjöldi báta á félagssvæði Árborgar voru 13 á síðasta ári.
Formaður Árborgar er Þorvaldur Garðarsson
Aðalfundur Bárunnar
Báran heldur aðalfund á Sufistanum í Hafnarfirði. Fundurinn verður nk. laugardag 17. september og hefst kl 10 árdegis.
Á sl. ári lönduðu 53 bátar afla sem tilheyra Bárunni.
Formaður Bárunnar er Jón Höskuldsson
Aðalfundur Strandveiðifélagsins Króks
Krókur er með aðalfundinn í Þorpinu á Patreksfirði nk. laugardag 17. september. Fundurinn hefst kl 16:00.
Alls tilheyra 68 bátar Króki.
Formaður Strandveiðifélagsins Króks er Tryggvi Ársælson
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundina taka þátt í umræðum.
Formaður og framkvæmdastjóri LS mæta á fundina.