Makríllinn færir sig vestur fyrir land

Nýlokið er 29 daga leiðangri Árna Friðrikssonar þar sem útbreiðsla makríls í íslenskri lögsögu var könnuð.  Leiðangurinn var þáttur í sameiginlegum rannsóknum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga á dreifingu og magni helstu uppsjávartegunda á ætissvæðum í NA-Atlantshafi og umhverfisaðstæðum þar.

Í bráðabirgðaniðurstöðum íslenska hluta leiðangursins kemur m.a. fram að útbreiðsla makríls við landið var svipuð og árið 2010 nema hvað meira var um hann nú við Vesturland og sunnanverða Vestfirði en minna við SA-land.

Screen shot 2011-09-14 at 11.28.05.png
Myndin sýnir útbreiðslu makríls og afla í togi (kg/sjómílu).  Svartir punktar eru tog án makrílafla.
Sjá nánar fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunarinnar
             utbreidsla-makrils.pdf


Uppskriftir