Aðalfundir svæðisfélaganna hefjast aftur nk. sunnudag, eftir stutt hlé vegna Íslensku sjávarútvegssýningarinnar sem nú stendur yfir í Smáranum í Kópavogi.
Næstu þrír fundir verða:
Snæfell
Aðalfundur Snæfells verður á Hótel Framnesi í Grundarfirði nk. sunnudag, 25. september. Fundurinn hefst kl 17:00 og býður félagið öllum fundarmönnum upp á kvöldverð í fundarhléi.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa fjallar Björg Ágústsdóttir lögfræðingur hjá Alta ehf um svæðisgarða, Páll Ingólfsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands flytur erindi og Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS fer yfir stöðu mála og svarar fyrirspurnum.
Formaður Snæfells er Alexander Kristinsson
Sæljón
Aðalfundur Sæljóns á Akranesi verður í Jónsbúð mánudaginn 26. september. Fundurinn hefst kl 18:00.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS fara yfir stöðu mála og svara fyrirspurnum.
Formaður Sæljóns er Guðmundur Elíasson
Hrollaugur
Aðalfundur Hrollaugs á Hornafirði verður í Víkinni. Að venju funda Hornfirðingar þann 27. september, en svo hefur verið ár hvert frá stofnun félagsins. Fundurinn hefst kl 20:30.
Formaður og framkvæmdastjóri LS mæta á fundinn, fara yfir stöðu mála og svara fyrirspurnum.
Formaður Hrollaugs er Arnar Þór Ragnarsson