Aðalfundur Strandveiðifélagsins Króks var haldinn á Patreksfirði 17. september sl. Fundurinn var ágætlega sóttur og fjölmörg mál krufinn til mergjar og ályktanir samþykktar. Meðal þeirra voru eftirtaldar:
• Krókur telur að auka þurfi framsal a.m.k. til fyrra horfs þannig að fyllsta hagkvæmni náist fyrir greinina.
• Krókur mótmælir framkomnu óafgreiddu frumvarpi um stjórn fiskveiða og telur það ekki vera leið til sátta.
• Krókur styður áður framkomnar tillögur sem samþykktar hafa verið um byggðakvóta (byggðaívilnun).
• Krókur krefst þess að úthlutuðum aflakvóta í öllum tegundum verði auknar um 15-20%.
• Krókur hafnar nýsettu ákvæði laga um að eigendur þurfi að vera lögskráðir á sínum strandveiðibát.
• Krókur styður heilshugar hvalveiðar.
• Krókur styður eindregið að grásleppuveiðar verði með sama hætt og verið hefur undangengi ár.
• Krókur krefst þess að meðafli af löngu og keilu megi vera allt að 10% af afla hverrar veiðiferðar og teljist ekki til kvóta.
Tryggvi Ársælsson var endurkjörinn formaður Strandveiðifélagsins Króks.
Aðrir í stjórn eru:
Friðþjófur Jóhannsson gjaldkeri, Þorsteinn Ólafsson varaformaður.
Varamenn í stjórn eru:
Davíð Bredesen
Hafþór Jónsson.