Aðalfundur Stranda var haldinn á Hólmavík 18. september sl. Á fundinum ríkti mikil eining sem skilaði vel ígrunduðum tillögum til aðalfundar LS sem haldinn verður 13. og 14. október nk.
Meðal þeirra er að:
• Fyrirkomulag grásleppuveiða á vertíðinni 2012 verði óbreytt
• Ýsukvóti verði strax aukinn í
60 þús. tonn.
• Reglugerð í Húnaflóa sem
bannar línuveiðar verði afnumin
Í greinargerð með tillögunni segir að lokunarhólfið sé mikilvæg veiðislóð fyrir smábáta við Húnaflóa. Hæpnar forsendur væru fyrir reglugerðinni sem byggðist mest á illdeilum milli veiðieftirlitsmanna og skipstjóra Sighvats GK.
• Þess er krafist að skötuselur verði utan kvóta sem meðafli á grásleppuveiðum.
• Strandir skora á sjávarútvegsráðherra að auka framsals- og geymslurétt veiðiheimilda
• Að fyrirkomulag greiðslumiðlunar verði óbreytt, en hægt verði að segja sig frá trygginga- og/eða lífeyrishluta.
Haraldur Ingólfsson formaður Stranda