Elding – byggðakvóta verði breytt í ívilnun

Aðalfundur Eldingar var haldinn á Ísafirði 18. september sl.  Engin lognmolla ríkti á fundinum, heldur voru umræður kröftugar og tekist á um einstaka málefni.
Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur til aðalfundar LS:
  • Byggðakvótanum verði breytt, þannig að bátar sem landa í viðkomandi byggðarlagi fái ívilnun ( eins og línuívilnun )  við löndun.
  • Heimilt verði að sækja um skötu- selskvóta, en greiðsla hans fari fram á þeim tíma sem honum er landað, og hægt verði að skila kvóta 1. ágúst sem ekki hefur náðst.
  • Jafnað verði milli landssvæða í strandveiðum, þannig að öll svæðin fái svipaðan tíma.  Það er með öllu óásættanlegt að eitt svæði sé með 4 daga, meðan að á öðru svæði má róa allan mánuðinn.IMG_3628.jpg
  • Grásleppuvertíðin verði 70 dagar.
  • Athugað verði hversu mikið veiðist af grásleppu sem meðafli í flottroll.

  • Þorskkvótinn verði aukinn í 250.000 tonn strax.
  • Ýsukvótinn verði aukinn í 60.000 tonn strax.
  • Mótmælt er skerðingu  steinbítskvótans, ( og bendir á í því sambandi aukna útbreiðslu steinbíts undanfarin ár.)

  • Hólf N og NA-við Horn verði lokuð fyrir togveiðum allt árið.
  • Krafist er úrbóta á 3G sambandinu við Norðanverða Vestfirði.
  • Mótmælt er álagningu veiðigjalds ofan á leiguverð skötusels sem leigður er af ríkinu.  

Greinargerð:  Nú er auglýstur skötuselskvóti til leigu hjá ríkinu á 176 kr/kg, lokaverðið miðað við slægt og með veiðigjaldi er þá komið yfir 200 kr sem er um 50% af aflaverðmætinu, útilokað er annað en svo há leiga dragist frá við hlutaskipti. Þá er einnig mótmælt að veiðigjald sé einnig innheimt á kvóta sem næst ekki.

IMG_3630.jpg

  • Elding leggst gegn skyldulöndun á grásleppu, þar sem krafist er skurðar sem varla er hægt að fram- kvæma um borð, eðlilegra er að þetta þróist þannig að löndun grásleppu aukist þegar menn sjá sér hag í því.
  • Elding mótmælir því að strandveiðibátar séu reknir í land ef AIS tækið dettur út. Einnig er þess krafist að kerfið verði bætt.
  • Krafa um að skerðingu sjómannaafsláttar verði skilað til baka.
  • Stuðningur við áframhaldandi hvalveiðar.
Sigurður Kjartan Hálfdánsson var endurkjörinn formaður Eldingar.