Slæmar fréttir af íslensku sumargotssíldinni

Bráðabirgðaniðurstöður af bergmálsmælingum á síld í Breiðafirði gefa ekki tilefni til bjartsýni á að sýking síldarinnar sé í rénum.  Enn er hátt hlutfall stofnsins sýkt eða um 37%, en á síðasta ári var hlutfallið 34% og 2009 43%.
Við rannsóknir á síldarstofninum við Suður og S-A land kom í ljós að þar er síldin minna sýkt en í Breiðafirði og fullorðin síld blönduð smásíld.  Af þeim sökum leggur Hafrannsóknastofnunin til að síldveiðar verði aðeins leyfðar við vestanvert landið á komandi vertíð.  Þannig verði lítt sýkt síld best vernduð.
Hafrannsóknastofnunin mælir með að heildaraflamark á síld á vertíðinn 2011/2012 verði 40 þús. tonn sem er fimmþúsund tonnum minna en aflamark síðustu vertíðar.