Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um fiska

Þó að fiskveiðar séu dauðans alvara má finna ýmsan fróðleik um fiska og þeirra umhverfi sem ekki er beinlínis í þeim dúr.

Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir:
Screen Shot 2011-11-20 at 12.08.26 AM.png
Eitraðasti fiskur sem vitað er um heitir Stone fish (Steinfiskur? – íslenskt heiti fannst ekki, þrátt fyrir allnokkra leit).  Eitrið geymir kvikindið í bakugganum og það getur verið banvænt að stíga á hann.  Eins og myndin ber með sér er steinfiskurinn ekki par fríður, en hann hefur einnig ótrúlega hæfileika til að bregða yfir sig felulitum.  Fiskurinn lifir á kórallarifjum við Ástralíu.
Því fleiri sardínum sem framleiðendum tekst að troða í dósirnar, því meiri er gróðinn.  Ástæðan er sú að sardínuolían er miklu dýrari en sardínurnar sjálfar.
Margir smávaxnir ferskvatnsfiskar, eins og t.d. vatnakarfar, eru með tennur í maganum til að auðvelda meltingarferlið.
Allar styrjur sem veiðast í bresku yfirráðasvæði eru eign Englandsdrottningar.
Stærsti fiskur heims er hvalháfurinn.  Hann getur orðið allt að 20 tonn á þyngd og 12 metra langur.
Atlantshafslaxinn getur stokkið allt að 4,6 metra í loft upp. 
Að urriðar sem merktir hafa verið í ám á Bretlandi og álitnir „staðbundnir hafa veiðst árum síðar í net í hafi og hefðu merkin ekki verið fyrir hendi hefði hvaða fiskifræðingur sem er staðfest að um sjóbirting væri að ræða. 
Screen Shot 2011-11-20 at 1.02.44 AM.png 
                          sjóbirtingur                                                     urriði