Á tímabilinu 1. september 2005 til 31. ágúst 2012 er álagt veiðigjald alls 10,3 milljarðar eða um einn og hálfur milljarður að meðaltali á hverju fiskveiðiári.
Gjaldið hefur hækkað mikið undanfarin ár. Fiskveiðiárið 2005/2006 var það 126 milljónir en er áætlað fjórir og hálfur milljarður á yfirstandandi fiskveiðiári.
Skip sem skráð eru með heimahöfn í Vestmannaeyjum hafa greitt mest í veiðigjald og litlu minna hefur komið frá Reykjavíkurskipum.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Einars Kristins Guðfinnssonar.
Auk þessa spurði Einar: „Hversu mikið veiðigjald má ætla að verði greitt á næsta fiskveiðiári miðað við núverandi forsendur um afla og framlegð? „Miðað við sömu forsendur má áætla að heildargreiðsla veiðigjalds fiskveiðiársins 2012/2013 verði um 9,1 milljarðar svaraði ráðherrann.