Hinn 30. desember s.l. gaf sjávarútvegsráðuneytið út reglugerð um nýtingu afla og aukaafla. Reglugerðin miðar að því að vinnsluskipum er skylt að koma með að landi aukaafurðir, sem fram til þessa hafa farið að stórum hluta í hafið aftur.
Þessi reglugerð er löngu tímabær og má telja með ólíkindum að vinnsluskipunum hafi verið liðið að kasta þessum verðmætum fyrir borð til fjölda ára. Í reglugerðinni er þeim reyndar ekki skylt að koma með allt af landi sem til fellur af þessum afurðum, en það hlýtur að gerast fyrr en síðar. Margsinnis hefur verið reiknað út að verðmætin sem þarna hafa farið forgörðum skipta milljörðum á ári.
Reglugerðina má sjá í heild sinni hér:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=d4c668dd-a6d1-4a11-b61b-4492659a94b6