Byggðakvóti – Þorlákshöfn, Sandgerði og Hornafjörður

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur birt forsendur byggðakvóta yfirstandandi fiskveiðiárs. 

Við samanburð á sambærilegum forsendulista fyrir sl. fiskveiðiár kemur í ljós að þrjú byggðar- og sveitarfélög eru ný á listanum í ár. Það eru Þorlákshöfn – 300 tonn, Sandgerði – 101 tonn og Hornafjörður með 86 tonn.