Ýsan bíður til febrúars

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að engin skipti með aflamark verði í janúar.  Margir bjuggust við að ýsu sem hefur verið skilað vegna jöfnunarheimilda og komin er umfram það sem ætlað var til potta yrði boðin í skiptum öðru sinni nú í janúar.   SLR taldi hins vegar rétt að bíða til febrúars enda búist við að mikið af ýsu komi inn í þessum mánuði frá skipum sem láta ýsu í stað úthlutunar í deilistofnum.