Ýsuvandræði á Ströndum

Strandir hafa ítrekað ársgamalt erindi sitt um auknar veiðiheimildir í ýsu.  Staðan hjá útgerðum á Ströndum nú er síst betri en á sama tíma í fyrra og það þrátt fyrir að skiptimarkaður hafi nýst þeim vel í lok síðasta árs.
Það sama verður hins vegar ekki uppi á teningunum á næsta uppboði þar sem útgerðir eru ekki aflögufærar með þorsk í skiptum fyrir ýsu.
Strandir skora á Steingrím J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að auka ýsukvótann og liðka til fyrir framsalinu bæði í þorski og ýsu.