Flotvarpan / úlfur í sauðagæru

Landssamband smábátaeigenda hefur til fjölda ára lagst af miklum þunga gegn notkun flottrolls við uppsjávarveiðar inann fiskveiðilögsögunnar. Þessi gagnrýni hefur að mestu fallið í grýtta jörð í stjórnsýslunni, að ekki sé minnst á Hafrannsóknastofnunina.

Einhverjar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis á flotvörpunni varðandi meðafla og möskvasmug.  Þær rannsóknir hafa ekki leitt til mikilla breytinga varðandi notkun veiðarfærisins.
Mun meiri rannsóknir liggja fyrir erlendis, þótt fæst af því rati í fjölmiðla hérlendis.  Á bloggi Níelsar Ársælssonar 12. janúar s.l. bendir hann á þetta með skýrum hætti.  Bloggfærslan hans er eftirfarandi:

„Samkvæmt áralöngum ransóknum finnska vísindamannsins Petri Suuronen hjá Norsku Hafransóknarstofnunni drepur flottroll með smugi fiska 10 til 15 fallt það magn sem það veiðir og skilar að landi.

Flottroll splundrar fiskitorfum og ruglar göngumynstur þeirra til hryggninga og uppeldisstöðva.

Flottroll drepur auk þess sem meðafla gríðarlegt magn af bolfiski og seiðum ýmisa fiskitegunda  sem síðan er brætt í mjöl og lýsi til skepnufóðurs.

Dæmi er um allt að 60 tonn af laxi hafi komið í einu holi í flottroll í lögsögu Íslands og verið kastað dauðum  aftur í sjóinn.

Jón Eyfjörð Eiríksson var skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE-81 frá Vestmannaeyjum. Í viðtali við Fréttablaðið árið 2006 sagði hann þá skoðun sína að flottroll séu varhugaverð veiðarfæri fyrir framtíð loðnustofnsins fyrir þær sakir að aðeins lítill hluti loðnunnar sem verður á vegi trollsins endar í pokanum en allt hitt vellur út um möskvana og því er óvíst hversu mikið af henni fer forgörðum.

Eins segir hann óvíst hvort loðnan þjappi sér saman aftur og haldi stefnu sinni eftir að búið er að ryðjast gegnum göngurnar með flottrollum.

Helgi kollegi hans deilir þessari skoðun með Jóni og einnig flestir skipverjar sem blaðamaður ræddi við um borð.

Þetta var heit umræða í Eyjum og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sem á Sighvat Bjarnason, sagði að hann hljóti að hlusta á þessa gagnrýni sjómanna.

Umræðan um skaðsemi flottrollsins þagnaði nánast á sömu stundu og viðtalið við áhöfnina í Eyjum kom fram og ekki hefur verið minnst á þetta síðan.

Færslan hefur vakið nokkur viðbrögð, eins og sjá má ef farið er inn á færsluna

http://www.dv.is/blogg/niels-arsaelsson/2012/1/12/skadsemi-flottrolls-vistkerfi-sjavar-vid-veidar-uppsjavarfiski/ 
Eins eru menn hvattir til að kynna sér skýrsluna sem hann vitnar til, en hún er í heild sinni hér:
http://books.google.is/books?id=TJSx-oqwajcC&printsec=frontcover&hl=is#v=onepage&q&f=false
Screen Shot 2012-01-16 at 6.44.58 AM.png
Myndin sýnir stærðarhlutfall með þekktar byggingar sem viðmið.  Litla þústin til hægi er Hallgrímskirkja.