Ýsa um allt

Í Fiskifréttum 12. janúar sl. situr Sigurgeir Þórarinsson frá Bolungarvík fyrir svörum sem „Karlinn í brúnni.  Sigurgeir sem um langt árabil hefur verið einn af aflahæstu skipstjórum smábátaflotans tjáir sig þar m.a. um aflabrögð og fiskveiðistjórnun.

Sigurgeir.jpg
Í viðtalinu við Fiskifréttir segir Sigurgeir eftirfarandi um ýsuna:

„Fram kom hjá Sigurgeir að þeir væru ekki að leggja sig sérstaklega eftir ýsu en hún veiddist alltaf með og oft í talsverðum mæli þótt farið væri á þekktar þorskslóðir.  Í dag er helmingur aflans til dæmis ýsa.  Erfitt er að sneiða hjá henni því hún er nánast um allt.  Ég er því sammála Jóni Bjarnasyni, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, um að nauðsynlegt sé að endurskoða grunninn í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í ýsu.  Ég tel alveg óhætt að veiða 60-70 þúsund tonn af ýsu.  Einnig mætti auka þorskveiðar í 200 þúsund tonn, sagði Sigurgeir.