Það bar til tíðinda á fiskmörkuðum í dag að ýsa seldist á hærra verði en þorskur. Seld voru 17,7 tonn af óslægðri ýsu og var meðalverðið 349 kr / kg. Af þorski voru seld 37,7 tonn og fengu kaupendur hann á 340 kr hvert kíló.
Eins og áður hefur komið fram eru markaðir fyrir ýsu afar góðir sem sýnir sig vel í því góða verði sem greitt er fyrir hana um þessar mundir.
349 kr / kg
340 kr / kg