Karlakór sjómannaskólans

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað hinn 19. janúar s.l. að stofnaður var í Reykjavík Karlakór sjómannaskólans.  Að hætti vaskra sjósóknara var ekkert verið að tvínóna við hlutina og söngstjóri fundinn hið snarasta.  Sá er Þórhallur Barðason óperusöngvari og landsbyggðaberserkur, alinn upp á Kópaskeri, einu fámennasta samfélagi á Norðurslóðum.  Þórhallur hefur kennt söng og stýrt áhugamannakórum til nokkurra ára.

Nú þegar eru félagsmenn í kórnum orðnir 40 talsins og starfið fjölbreyttara en stofnendurna nokkurntíma óraði fyrir.  Varla hafa þeir átt von á því að skömmu síðar ynni kórinn í Söngkeppni Tækniskólans og kæmi að auki fram í Kastljósi.  
Þrátt fyrir ungan aldur á félagið sér nú þegar tvo heiðursmeðlimi, þá Andra Snæ og Braga Fannar Þorsteinssyni, tvíburarbræður og harmonikkutrekkjara frá Hornafirði. 
Í öllu röflinu og leiðindunum yfir sjávarútvegsmálum og flestu öðru eru svona fréttir sem demantar í mykjuhaug.
Hér má fræðast meira um þetta frábæra framtak: