Kennslustund í grásleppufræðum

Í morgun var bráðskemmtilegt viðtal við Skarphéðinn Ólafsson grásleppukarl i Grundarfirði í þættinum „Í Bítinu á Bylgjunni.  Þáttarstjórnendur Heimir og Kolla hringdu í Skarphéðinn og spurðu hann um grásleppuna.  

Grásleppa.jpg

Eins og góðu útvarpsfólki sæmir komu þau fram eins og þau voru klædd fóru ekkert í launkofa með að þau vissu nákvæmlega ekkert um þá gráu.