Grásleppubátar 143 byrjaðir veiðar

Í dag 22. mars hafa 143 bátar hafið grásleppuveiðar.  Það eru mun fleiri en á sama tíma í fyrra þegar 90 bátar voru búnir að leggja.  Fjöldinn slær þó ekki við vertíðinni 2010 þegar 159 bátar voru byrjaðir veiðar á þessum tíma.
Á grásleppuvertíðinni 2010 stunduðu 349 bátar veiðar og í fyrra var metfjöldi 369.   Búast má við smávægilegri fækkun báta á vertíðinni nú þar sem valtími til nýtingar þeirra 50 veiðidaga sem vera má að, hefur verið styttur.
Myndin sýnir fjölda grásleppubáta sem voru með virk leyfi 22. mars í ár og sl. tvö ár, skipt eftir veiðisvæðum.
Screen Shot 2012-03-22 at 11.11.37.png