Má bjóða þér grásleppu….á 7300 kr. kílóið?

Grásleppuvertíðin er nýhafin og að venju eru Íslendingar fyrstir af stað af verulegum krafti.  Þó hafa borist fréttir af því að sunnarlega á Grænlandi hafi a.m.k. einn lagt nokkur net og vitjað um einu sinni.  Sá var hinn kátasti með aflann, ekki síst í ljósi þess að veturinn hefur verið mjög harður á Grænlandi.  Þá hafa veiðimenn á suðursvæðinu fullyrt að mikið sé af grásleppu á ferðinni, meira en þeir hafi oft séð áður. 

Í Danmörku hefur smávegis borist á land nú þegar af grásleppu, belgfullri af hrognum.  Í gegnum árin hafa borist af því fréttir að fyrsta veiðin seljist dýrum dómum, en verðin sem sú gráa fór á í morgun á markaðinum í Hirtsals, stærsta fiskmarkaði Danmerkur, er það langhæsta sem nokkru sinni hefur heyrst varðandi slík viðskipti.
Í morgun voru u.þ.b. 100 kg. af grásleppu seld á 320 danskar krónur kílóið, sem leggja sig á 7300 krónur íslenskar.  Í gær var verðið hjá fisksölum á svæðinu 2300 íslenskar krónur fyrir 100 grömm af ferskum grásleppuhrognum. 
Megnið af þessum fyrstu grásleppuhrognum ársins fer á dýra veitingastaði á Kaupmannahafnarsvæðinu.
Screen Shot 2012-03-29 at 10.23.09 AM.png
Grásleppuhrogn