Hrygningarstopp

Nú stendur yfir veiðibann sem tilkomið er vegna tillagna Hafrannsóknastofnunarinnar.  Tilgangur þess er að gefa þorskinum góðan frið við hrygninguna, en með því telur stofnunin að auknar líkur séu á sterkum þorskstofni.
Hrygningarstoppinu var fyrst komið á 1992 og er veiðibannið nú því það 21. í samfeldri röð þess.