Grásleppuveiðar – breyting á reglugerð

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar.  Breytingin nær til tveggja greina reglugerðarinnar. 
  
8. gr. „Vitjun neta.  Þar sem nú verður skylt að draga grásleppunetin eigi síðar en 4 sólarhringum (í stað 6) eftir að þau hafa verið lögð.
12. gr.  Bann við veiðum á botnfiski með grásleppunetum..  Greinin orðast nú svo:
„Óheimilt er að stunda veiðar á botnfisktegundum með grásleppu- og/eða rauðmaganetum. Verði um óeðlilega veiði á skötuseli að ræða þannig að magn skötusels í þorskígildum talið sé ítrekað svipað eða meira en magn grásleppu- og/eða rauðmagaaflans í þorskígildum talið er Fiskistofu heimilt að svipta viðkomandi skip leyfi til grásleppu- og/eða rauðmagaveiða.
Hér kemur skötuselur í stað botnfisks.