Nýtingarsamningur í stað leyfis

Eins og greint var frá í gær hefur LS skilað til atvinnuveganefndar Alþingis umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.
Meðal þess sem félagið leggur áherslu á að verði breytt í frumvarpinu er eftirfarandi:
  • Ráðgefandi hópur útgerðarmanna og sjómanna komi að veiðiráðgjöf ásamt Hafrannsóknastofnuninni.
  • LS er andvígt sams konar nýtingarstefnu og fylgt er í þorski byggða á aflareglu í formi reiknireglu sem byggir á stofnstærðarmælingum Hafrannsóknastofnunarinnar.
  • Ráðherra verði heimilt að breyta heildarafla innan fiskveiðiársins sem nái til einstakra veiðisvæða og veiðarfæra.
  • Áætlaður afli til strandveiða og afli til línuívilnunar hafi ekki áhrif til lækkunar á heildarafla til aflahlutdeildar.
  • LS mótmælir harðlega gengisfellingu aflahlutdeildar við ákveðið hámark á heildarafla.
  • LS krefst þess að gerður sé nýtingarsamningur í stað nýtingarleyfa og hann nái til 25 ára.  
  • LS mótmælir harðlega skerðingu aflahlutdeilda um 3% við framsal, frystingu framsalsheimilda við núverandi aflamark og afnámi framsals á aflahlutdeild 1. september 2032.
  • Framsal verði að mestu án takmarkana
  • Strandveiðar verði án heildaraflaviðmiðunar enda skerði þeir ekki rétt aflahlutdeild krókaaflamarksbáta né smábáta á aflamarki.  
  • Standa vörð um byggðakvóta og línuívilnun sem nái til allra dagróðrabáta
  • VS reglur verði sérstaklega útfærðar við grásleppuveiðar
  • Fjölgað verði tegundum sem falla undir hámarksaflahlutdeild og veittur verði aðlögunartími í 15 ár.
 
  • Mótmælt er harðlega niðurfærslu aflahlutdeildar í þorsk, ýsu, steinbít og ufsa og krefst LS þess að ákvæði gildandi laga „niðurgírun er lúta að „aflapottum verði óbreytt.  
  • Ný lög komi til framkvæmda 1. september 2013