Á ársfundi Gildis-lífeyrissjóðs kom m.a. fram að hrein eign til greiðslu lífeyris var 265,4 milljarðar í lok síðasta árs, sem er hækkun um 24,3 milljarða frá 2010. Fjárfestingatekjur námu 20,3 milljörðum og iðgjöld frá greiðendum 12 milljörðum. Lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga námu rúmum átta milljörðum.
Raunávöxtun sl. árs var 2,7%, meðaltal hennar sl. fimm ár var neikvæð um 5,1%, en jákvæð um 2,7% þegar meðaltal sl. 10 ára er tekið.
Sjá nánar frétt frá Gildi-lífeyrissjóði.