Tímarit um viðskipti og efnahagsmál stendur fyrir ráðstefnu um áhrif fiskveiðistjórnunar á sjávarútveg og tengdar greinar.
Ráðstefnan verður á morgun 9. maí og hefst kl 8:30.
Ráðstefnustaður er Háskóli Íslands, Askja N132. Askja.pdf
Á ráðstefnunni verður fjallað um fiskveiðistjórnun á breiðum grunni og áhrif hennar á framtíð sjávarútvegs, með áherslu á áður ókönnuð áhrif á tengda atvinnustarfsemi og samfélagið í víðara samhengi.
Meðal fyrirlesara er Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra, sem mun fjalla um „Auðlind í sameign þjóðar.
Sjá nánar auglýsingu.pdf
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál er gefið út af viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanka Íslands.