Vísað til ríkissáttasemjara

Landssamband smábátaeigenda, Farmanna- og fiskimannasambandið, Félag Vélstjóra og Málmtæknimanna og Sjómannasamband Íslands hafa undanfarin ár unnið að gerð kjarasamnings fyrir sjómenn á smábátum.
 Í dag var haldinn einn af mörgum samningafundum þessara aðila.  Þar urðu þeir sammála um að áframhaldandi viðræður myndu að óbreyttu ekki skila þeim árangri sem stefnt var að.
  
Þar sem allir aðilar hafa fullan vilja á að til verði kjarasamningur fyrir sjómenn á smábátum varð að samkomulagi að óska eftir aðkomu ríkissáttasemjara að málinu.  Hefur honum þegar verið ritað bréf þess efnis.