Alls höfðu 506 strandveiðibátar landað afla til og með 14. maí. Aflinn er kominn í 1.376 tonn þar af rúmur helmingur á svæði A – 764 tonn. Á því svæði eru einnig flestir bátanna eða 227. Þar hafa veiðar gengið það vel að viðmiðun maí mánaðar er búinn og 50 tonnum betur sem dragast þá frá næsta tímabili.
Á öðrum svæðum gengur veiðin hægar. Bátar á D svæði eiga eftir 229 tonn sem jafngildir 38% og klára því væntanlega sinn skammt á næstu dögum, en líklegt er að veiðiheimildir á svæðum B og C nægi út maí.