Hafró fundar utan Reykjavíkur

Á næstu dögum efnir Hafrannsóknastofnunin til opinna funda um haf- og fiskirannsóknir og veiðiráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár.  Alls verður fundað á sjö stöðum utan Reykjavíkur.
Fyrsti fundurinn verður í Grindavík í kvöld mánudaginn 11. júní.
Dagskráin er eftirfarandi:
Grindavík, mánudag 11. júní kl 20:00 í Salthúsinu
Dalvík, miðvikudag 13. júní kl. 17:00 í Berg menningarhúsi
Ísafjörður, fimmtudag 14. júní kl 20:00 í Háskólasetri
Höfn, föstudag 15. júní kl. 20:00 í Nýheimum
Eskifjörður, laugardag 16. júní kl 14:00 á Mjóeyri (Randulffssjóhús)
Ólafsvík, mánudag 18. júní kl. 20:00 í Klifi
Vestmannaeyjar, þriðjudag 19. júní, kl 20:00 á Hótel Vestmannaeyjum.
Allir sem vilja láta sig veiðiráðgjöf stofnunarinnar varða fá hér einstakt tækifæri til að ræða málin við sérfræðinga stofnunarinnar.  Þannig að fundirnir skili sem mestu er ágætt að kynna sér það helsta í skýrslu stofnunarinnar um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2012/2013.