Heildaraflinn kominn yfir milljón tonn

Að loknum þremur ársfjórðungum á yfirstandandi fiskveiðiári nemur heildaraflinn 1.180 þús. tonnum, sem er 37,5% aukning.  Mestu munar um 306 þús. tonna uppsjávaraflaaukningu, einnig er botnfiskaflinn meiri sem nemur 22 þús. tonnum.
Krókaaflamarksbátar hafa veitt 82% af heildaraflaheimildum sem þeir hafa til ráðstöfunar gegnum aflahlutdeild og færslu milli ára.  Þeir hafa fyrir löngu klárað heimildir sínar í ýsu og eru komnir 1.384 tonn umfram, heimildir sem þeir hafa leigt til sín úr aflamarkinu.