Frumvarp um veiðigjöld orðið að lögum

Rétt áður en Alþingi lauk störfum fyrir sumarleyfi varð frumvarp sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um veiðigjöld að lögum. 

Um fá mál hefur verið deilt jafn hatrammlega og þetta og umsagnaraðilar voru nánast allir á einu máli um að hér væri á ferðinni meiriháttar tannúrdráttur fyrir sjávarútveginn. Stjórnvöld halda öðru fram og nú styttist í að það komi í ljós hver hefur rétt fyrir sér. 
Lögin taka gildi hinn 1. september 2012.
Þau má lesa í heild sinni á þessari slóð:
http://www.althingi.is/altext/140/s/1053.html