Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur tilkynnt ákvörðun sína um heildarafla á næsta fiskveiðiári 2012/2013.
Helstu tölur eru:
Þorskur 195.400 tonn
Ýsa 36.000 tonn
Steinbítur 8.500 tonn
Ufsi 50.000 tonn
Það er ljóst að með þessari ákvörðun, sem byggist að miklu leiti á tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar, að við blasir erfitt ár við smábátaeigendum vegna gríðarlegs niðurskurðar í ýsu og steinbít.
Á yfirstandandi fiskveiðiári er heimilt að veiða 45 þús. tonn af ýsu og 10.500 tonn af steinbít.