Sl. föstudag 13. júlí var gefin út reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2012/2013.
Reglugerðin færir m.a. þau ánægjulegu tíðindi að aflahlutdeild gefur nú meiri aukningu og minni skerðingu heldur en breytingar á heildarafla segja til um.
Heildarafli í þorski var aukinn um 10,4% en aflahlutdeild skilar 17,1% aukningu. Ástæður þessa eru að nú láta skip sem ekki hafa hlutdeild í þorski hærra hlutfall í pottana, 80% þátttaka í stað 25% á yfirstandandi fiskveiðiári. Það samsvarar 2,8% en var 1,33% í ár sem dregið er frá úthlutun hverrar tegundar. Auk þess sem 2.000 tonn sem koma aukalega í strandveiðar og 2.500 tonn til viðbótar við byggðakvóta eru ekki dregin frá áður en til úthlutunar kemur.
Samsvarandi hlutfall í ýsu er 17,6% skerðing í stað 20% og í steinbít 13% skerðing í stað 19% sem lækkun heildarafla er.
Reglugerðin verður birt í Stjórnartíðindum á morgun 17. júlí.