Trillukarlar – veðurstöð í Flatey

Snæfell – félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi – hefur í nokkurn tíma óskað eftir að komið verði upp sjálfvirkri veðurstöð í Flatey.  Félagið hefur  bent á að stöðin mundi þekja stórt óvissusvæði og þar með að auka öryggi sjófarenda í Breiðafirði.
Sú hindrun sem Snæfell rakst gjarnan á við að ná fram kröfu sinni, var að ekki væru til peningar fyrir framkvæmdinni.  Trillukarlar buðust þá til að greiða hluta af kostnaðinum þannig að málið kæmist í höfn.  Það varð úr og nú streyma veðurupplýsingar frá Flatey – þökk sé félagsmönnum í Snæfelli.
Screen Shot 2012-07-30 at 16.40.14.png
Myndin er tekin við verklok.
Fv.  Alexander Kristinsson formaður Snæfells,  Björn Samúelsson starfsmaður Þörungarverksmiðjunnar á Reykhólum og Ásmundur Einarsson frá Elnet sem sá um uppsetningu tækja.