Síldveiðar smábáta

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2012/2013.  Þar er komið til móts við sjónarmið smábátaeigenda að feta sig hægt og sígandi inn í síldveiðar samhliða og unnið er að markaðsstarfi þar sem gerðar eru gríðarlegar kröfur um gæði. 
 
Á síðasta ári var vikuskammturinn 5 tonn sem í ljósi reynslunnar hefur nú verið hækkaður í 8 tonn. Forsenda úthlutunar er að veitt hafi verið 80% af úthlutuninni.