Aðalfundur Hrollaugs – félags smábátaeigenda á Höfn – var haldinn 27. september. Fundurinn var afarvel sóttur sem marka má að 75% félagsmanna greiddu atkvæði um kjarasamning LS og sjómannasamtakanna.
Í tillögum fundarins til aðalfundar LS, sem fram fer 18. og 19. október nk. voru aðaláherslu lagðar á eftirfarandi:
- Lokuð hólf undir því yfirskyni að friða keilu verði tafarlaust opnuð
- Hámarksstærð krókaaflamarksbáta verði 29.99 brt og ekki lengri en 14,99 m.
- Makrílpottur til krókaveiða verði 20 þús. tonn
- Línuívilnun nái til allra dagróðrabáta
- Afli strandveiðibáta verði háður sóknartakmörkunum og dagsveiði hvers báts
Formaður Hrollaugs er
Arnar Þór Ragnarsson